Listor / 2020-01-01

Norræn kvikmyndaveisla 2020

Bíó Paradís býður uppá norræna kvikmyndaveislu í tilefni Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Vegna aðstæðna verður dagskráin með breyttu sniði í ár en allar tilnefndu myndirnar fimm verða sýndar í Bíó Paradís dagana 22. - 26. október. Auk þess verða myndinrar aðgengilegar á netinu þessa sömu daga í gegnum drakenfilm.se

Allar myndirnar verða sýndar með enskum texta.

 

Bíó Paradís - Dagskrá og miðasala

Mjög takmarkaður miðafjöldi er á sýningar í Bíó Paradís og verður hver mynd eingöngu sýnd 1 sinni í kvikmyndahúsi. Dagskrá og miðasöluhlekk má sjá hér fyrir neðan.

Miðasala hérna

BERGMÁL // ECHO (Ísland)
Sýnd í Bíó Paradís fimmtudaginn 22.okt. kl.20:00

DOG'S DON'T WEAR PANTS (Finnland)
Sýnd í Bíó Paradís föstudaginn 23.okt. kl.20:00

UNCLE (Danmörk)
Sýnd í Bíó Paradís laugardaginn 24.okt. kl.20:00

CHARTER (Svíþjóð)
Sýnd í Bíó Paradís sunnudaginn 25.okt. kl.20:00

BEWARE OF CHILDREN (Noregur)
Sýnd í Bíó Paradís mánudaginn 26.okt. kl.19:30

 

Bergmál// Echo

Sögusviðið er Ísland um jólaleytið. Meðan fólk er önnum kafið við undirbúning hátíðarinnar tekur sérstakt andrúmsloft völdin og afhjúpar bæði eftirvæntingu og áhyggjur. Lengst uppi í sveit brennur eyðibýli. Í grunnskóla syngur barnakór jólalög. Í sláturhúsi ganga kjúklingar fylktu liði. Á safni rífst móðir í símann við fyrrverandi eiginmann sinn. Inni í stofu fær ung stúlka ömmu sína til að prófa nýja sýndarveruleikatækið sitt … Gegnum 56 senur dregur Bergmál upp nístandi og hjartnæma mynd af nútímasamfélagi.
Horfðu á stikluna
Bergmál er tilnefnd fyrir hönd Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Umsögn dómnefndar
Í Bergmáli eftir Rúnar Rúnarsson mætast örsögur sem gerast samtímis kringum jól og áramót, sem er bæði viðkvæmur og hátíðlegur tími. Tími sem hvetur fólk til að endurskoða líf sitt og vekur meiri söknuð en vanalega eftir fjarstöddum ástvinum. Hver saga hefur opið upphaf og opin endalok, hver og ein er eins og sneiðmynd af tilveru. Bergmál fjallar um efnishyggju og neyslusamfélagið, samveru og einmanaleika, ást og ofbeldi, líf og dauða, sem hefur sinn tíma. Hinu trúarlega og hátíðlega er stillt upp gegn því lítilvæga og hversdagslega, sjálfu lífinu. Ennfremur dregur myndin athygli áhorfandans að umdeildari viðfangsefnum á borð við málefni flóttafólks. Bergmál er beitt og djúp greining á samfélagi okkar og þess mörgu lögum og frásagnaraðferðina má kalla ljóðrænt raunsæi, óð til hversdagsins, fegurðar hans og grimmdar. Þetta er afar íslensk mynd sem þó hefur algilda skírskotun. 

Handritið er krökkt af fegurð og ljóðrænu, hver sena inniheldur eina, kyrrstæða töku, eitt fagurlega samansett og þaulhugsað sjónarhorn, sterkt myndmál og afburða kvikmyndagerð. Tónlistin er lágstemmd en þó áhrifamikil.

Dómnefnd: Hilmar Oddsson, Börkur Gunnarsson, Helga Þórey Jónsdóttir 

FRAMLEIÐSLUUPPLÝSINGAR
Titill á frummáli: Bergmál
Enskur titill: Echo
Leikstjóri: Rúnar Rúnarsson
Handritshöfundur: Rúnar Rúnarsson
Framleiðendur: Rúnar Rúnarsson, Live Hide, Lilja Ósk Snorradóttir
Framleiðslufyrirtæki: Nimbus Film Iceland, Pegasus Pictures
Lengd: 79 mínútur
Dreifing í heimalandi: Sena
Alþjóðleg dreifing: Jour2Fête

 

Dogs Don’t Wear Pants

Eiginkona Juha drukknaði fyrir slysni. Mörgum árum síðar er hann enn dofinn og á erfitt með að tengjast fólki. Það breytist allt þegar hann hittir dómínu að nafni Mona. Þetta er saga full af svartri kímni, um missi, ást og hinn ljúfa sársauka sem fylgir því að vera til.
Horfðu á stikluna
Dogs Don’t Wear Pants er tilnefnd fyrir hönd Finnlands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Umsögn dómnefndar
Jukka-Pekka Valkeapää er kvikmyndagerðarmaður af guðs náð. Í þeim heimum sem hann skapar eru allir fletir kvikmyndalistarinnar nýttir. Koirat eivät käytä housuja (Hundar ganga ekki í buxum) fjallar um það að jafna sig eftir missi ástvinar og er um leið rómantísk en óhefðbundin ástarsaga. Í stað þess að bjóða auðvelda útgönguleið skorar Valkeapää á áhorfendur að glöggva sig á hinum leyndu fylgsnum mannshugans.

Dómnefnd: Jaana Puskala, Harri Römpötti, Mikaela Westerlund

Framleiðsluupplýsingar
Titill á frummáli: Koirat eivät käytä housuja
Enskur titill: Dogs Don’t Wear Pants
Leikstjóri: Jukka-Pekka Valkeapää
Handritshöfundur: Jukka-Pekka Valkeapää, Juhana Lumme
Aðalhlutverk: Pekka Strang, Krista Kosonen, Ester Geislerová, Ilona Huhta 
Framleiðendur Aleksi Bardy, Helen Vinogradov
Framleiðslufyrirtæki: Helsinki-filmi
Lengd: 105 mínútur
Dreifing í heimalandi: Nordisk Film Distribution
Alþjóðleg dreifing: The Yellow Affair

 

Uncle
Kris býr í danskri sveit og rekur lítið býli ásamt eldri frænda sínum, sem er öryrki að hluta. Sérviskulegt en ástríkt samband þeirra hverfist um dagleg störf og þar eru orð óþörf. Kris sér um mestu erfiðisvinnuna og hefur axlað móðurlegt og ofverndandi hlutverk gagnvart frænda sínum. Þegar Kris bjargar lífi nýborins kálfs við erfiðar aðstæður er áhugi hennar á dýralækningum endurvakinn. Hún vingast við málglaða dýralækninn Johannes og fer smám saman að kynnast tilverunni fjarri býlinu. Þegar ástin knýr dyra vaknar spurning sem gæti umbylt tilveru hennar.
Horfðu á stikluna

Uncle er tilnefnd fyrir hönd Danmerkur til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Umsögn dómnefndar
Í Onkel er allt smátt – ekki í þeim skilningi að það sé ómerkilegt eða lágkúrulegt, heldur er það almennt, staðbundið, auðmjúkt og ósnortið. Í Onkel sjáum við mikilfengleika hins smáa. Ung kona sem dreymir um að upplifa heiminn en finnst hún um leið bundin fötluðum og einmana frænda sem ól hana upp getur vissulega talist til „litlu hlutanna“ í kvikmyndalegu samhengi. Þrátt fyrir það hittir Onkel á þær stórbrotnu tilfinningar sem búa í einni af hinum ótal smáu ákvörðunum lífsins á hreinlega … hreinhjartaðan hátt. Án kvikmyndastjarna, með áhugafólki, á venjulegu býli, á lítilli mállýsku í gleymdu horni hins afskekkta Suður-Jótlands tekst leikstjóranum Frelle Petersen að segja sögu sem megnar að snerta hjarta alls heimsins.

Dómnefnd: Per Juul Carlsen, Jacob Wendt Jensen, Eva Novrup Redvall

Framleiðsluupplýsingar
Titill á frummáli: Onkel
Titill á ensku: Uncle
Leikstjórn: Frelle Petersen
Handritshöfundur: Frelle Petersen
Framleiðandi: Marco Lorenzen
Aðalhlutverk: Jette Søndergaard, Peter Hansen Tygesen, Ole Caspersen
Framleiðslufyrirtæki: 88miles
Lengd: 105 mínútur
Dreifing í heimalandi: Øst for Paradis
Alþjóðleg dreifing: Alpha Violet

 

Charter

Eftir að hafa nýlega gengið gegnum erfiðan skilnað hefur Stokkhólmsbúinn Alice ekki séð börnin sín í tvo mánuði þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, sem býr í Norður-Svíþjóð með börnin, meinar henni að hitta þau. Meðan Alice bíður lokaúrskurðar í forræðismálinu fær hún símtal um miðja nótt frá Vincent, syni sínum, sem er í miklu uppnámi. Hún flýtir sér af stað norður á bóginn til að hitta Vincent og Elinu systur hans. Þegar vonir Alice um sættir verða að engu stuttu eftir komuna á áfangastað nemur hún börnin á brott og heldur í óleyfi með þau til Tenerife til að reyna að tengjast þeim á ný.
Horfðu á stikluna
Charter er tilnefnd fyrir hönd Svíþjóðar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Umsögn dómnefndar
Amanda Kernell bregður upp mynd af átakanlegri forræðisdeilu með sterka tengingu við samtímann þar sem hið margslungna eðli lífsins og náinna sambanda birtist líkt og í skuggsjá. Við sjáum hin fullorðnu með augum barnanna. Hin fullorðnu með þeirra eigin augum. Skörp smáatriði og afbragðsgóð persónusköpun veita frásögninni aukna dýpt og gera hana að krefjandi spennusögu þar sem engin endanleg svör liggja á lausu. Allt frá ísköldum vetrarkvöldum Norður-Svíþjóðar til heitra nátta á Tenerife skapa leikstjórn Kernell og kvikmyndataka Sophiu Olsson myndræna frásögn sem endurómar lengi og vægðarlaust í hugum áhorfenda.

Dómnefnd: Kristina Börjeson, Emma Gray Munthe, Gunnar Bergdahl 

FRAMLEIÐSLUUPPLÝSINGAR
Titill á frummáli: Charter
Titill á ensku: Charter
Leikstjóri: Amanda Kernell
Handritshöfundur: Amanda Kernell
Aðalhlutverk: Ane Dahl Torp, Sverrir Guðnason, Tintin Poggats Sarri, Troy Lundkvist
Framleiðendur: Lars G. Lindström, Eva Åkergren
Framleiðslufyrirtæki: Nordisk Film Production Sverige AB
Lengd: 94 mínútur
Dreifing í heimalandi: Nordisk Film
Alþjóðleg dreifing: TrustNordisk

 

Beware of Children
Myndin Beware of Children rekur spennuþrungnar afleiðingar átakanlegra atburða í miðstéttarhverfi í Ósló. Í skólafríi verður hin 13 ára gamla Lykke, dóttir framámanns í Verkamannaflokknum, fyrir því að valda bekkjarfélaga sínum Jamie alvarlegum áverkum, en faðir hans er áberandi stjórnmálamaður af hægri vængnum. Þegar Jamie deyr á sjúkrahúsi er hætt við því að hinar mótsagnakenndu lýsingar á atburðunum geri erfiðar aðstæður enn verri. Liv, skólastjóri barnanna og leynilegur elskhugi föður Jamies, mætir skólasamfélaginu í miklu uppnámi og tilfinningatogstreitu.
Horfðu á stikluna
Beware of Children er tilnefnd fyrir hönd Noregs til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020

Umsögn dómnefndar
Barn er kvikmynd sem fjallar í grunninn um hinn norska lífsstíl. Jafnframt teygir hún listræna og þematíska anga sína mun lengra. Hinn harmræni útgangspunktur frásagnarinnar er veginn upp með lágstemmdum pólitískum streng og mannlegri hlýju. Gegnum þrjár kynslóðir sem tengjast þvers og kruss er dregin upp margslungin mynd af samfélagi þar sem fullorðnir og börn lifa og hrærast í nánu samneyti, en komast þrátt fyrir það að raun um að þau lifa í aðskildum heimum og hafa mismunandi nálgun á sekt og samvisku. Í Barn er fjallað á hæglátan hátt um helstu grundvallaratriði lífsins.

Dómnefnd: Inger Merete Hobbelstad, Kalle Løchen, Britt Sørensen

Framleiðsluupplýsingar
Titill á frummáli: Barn
Enskur titill: Beware of Children
Leikstjóri: Dag Johan Haugerud
Handritshöfundur: Dag Johan Haugerud
Aðalhlutverk: Henriette Steenstrup, Jan Gunnar Røise, Thorbjørn Harr, Brynjar Åbel Bandlien, Andrea Bræin Hovig
Framleiðandi: Yngve Sæther
Framleiðslufyrirtæki: Motlys A/S
Lengd: 157 mínútur
Dreifing í heimalandi: Arthaus
Alþjóðleg dreifing: Picture Tree International

Streama hundratals handplockade filmer från hela världen.

Därefter 89 kr/mån, Ingen bindingstid.

Göteborg Film Festival

Olof Palmes plats 1
41303 Göteborg

Kontakta Draken Film

kontakt@drakenfilm.se

Google StoreApple Store
Twitter
Facebook
Instagram
Creative Europe Media